Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus (Lauritz Edvard) Sveinbjörnsson

(30. ág. 1834–7. jan. 1910)

Dómstjóri. Kjörsonur Þórðar dómstjóra Sveinbjörnssonar (en sonur s. k. hans Kristínar Lárusdóttur Knudsens og Edvards kaupm. Thomsens, síðast í Vestmannaeyjum). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1848. stúdent 1855, með 1. einkunn (89 st.). Tók próf í lögfræði í Kh. 15. júní 1863, með 1. einkunn (119 st.) í bóklegu, 2. einkunn í verklegu. Settur sýslumaður í Árnesþingi 1866–8, fekk Þingeyjarþing 11. okt. 1867, varð bæjarfógeti í Rv. og sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 14. febr. 1874, yfirdómari í landsyfirdómi 12. apr. 1878, var jafnframt bankastjóri landsbankans 24. okt. 1885 (frá ársbyrjun 1886) til 1893, varð dómstjóri í landsyfirdómi 16. apr. 1889, fekk lausn 30. mars 1908. R. af dbr. 24. febr. 1891, dbrm. 5. jan. 1899, komm.? af dbr. 30. mars 1908. Kkj. alþm. 1885–977. Eftir hann er (með Magnúsi Stephensen): Lögfræðileg formálabók, Rv. 1908.

Kona (26. ág. 1868): Jörgína Margrét Sigríður (d. 6. dec. 1915) Guðmundsdóttir verzlunarstjóra Thorgrímsens.

Börn þeirra, sem upp komust: Kirstín Sylvía fyrsta kona Magnúsar bæjarfógeta Jónssonar í Hafnarfirði, Guðmundur skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyti, Jón kammerjunker og kabinetssekreteri í Kh., Ásta Sigríður átti Magnús dýralækni Einarsson (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; Óðinn I; KlJ. Lögfr.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.