Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Lárus (Kristján Ingvaldur) Bjarnason (Hákonarson)
(27. mars 1866–30. dec. 1934)
Hæstaréttardómari.
Foreldrar: Hákon kaupm. Bjarnason á Bíldudal og kona hans Jóhanna þorleifsdóttir prests í Hvammi í Hvammssveit, Jónssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent 1885, með 2. einkunn (78 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 1. júní 1891, með 1. einkunn (101 st.). Settur málflm. í landsyfirdómi 1. júlí s.á., settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu 29. ágúst 1892, fekk Snæfellsnes. og Hnappadalssýslu 30. maí 1894, varð forstöðumaður lagaskólans 13. maí 1908, prófessor í háskóla Ísl. 1911, dómari í hæstarétti 1. dec. 1919, fekk þar lausn 28. mars 1931. Átti sæti í sambandslaganefnd 1907–8 o. fl. merkum nefndum. R. af dbr. 8. nóv. 1904, stórr. með stj. af fálk, 1. dec. 1927. Þm. Snæf. 1901–07, kkj. þm. 1909–11, 1. þm. Reykv. 1912–13. Ritstörf: Íslenzk stjórnlagafræði, Rv. 1913; Um landsdóminn, Rv. 1914; Íslandsbankafundurinn 10. dec. 1921, Rv. 1922. Auk þessa greinir í Andvara og Den dansk-isl. Kommission af 1907.
Kona (3. ág. 1895): Elín (f. 2. febr. 1869, d. 26. ág. 1900) Pétursdóttir amtmanns Havsteins.
Börn þeirra: Jóhanna Kristín átti Pál tannlækni Ólafsson í Rv., Pétur Hafsteinn kaupm. á Akureyri (BB. Sýsl.; KlJ. Lögfr.; Óðinn V; Árbók hásk. Ísl. 1934–5; Tidsskr. for Retsvidenskab; o. fl.).
Hæstaréttardómari.
Foreldrar: Hákon kaupm. Bjarnason á Bíldudal og kona hans Jóhanna þorleifsdóttir prests í Hvammi í Hvammssveit, Jónssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent 1885, með 2. einkunn (78 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 1. júní 1891, með 1. einkunn (101 st.). Settur málflm. í landsyfirdómi 1. júlí s.á., settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu 29. ágúst 1892, fekk Snæfellsnes. og Hnappadalssýslu 30. maí 1894, varð forstöðumaður lagaskólans 13. maí 1908, prófessor í háskóla Ísl. 1911, dómari í hæstarétti 1. dec. 1919, fekk þar lausn 28. mars 1931. Átti sæti í sambandslaganefnd 1907–8 o. fl. merkum nefndum. R. af dbr. 8. nóv. 1904, stórr. með stj. af fálk, 1. dec. 1927. Þm. Snæf. 1901–07, kkj. þm. 1909–11, 1. þm. Reykv. 1912–13. Ritstörf: Íslenzk stjórnlagafræði, Rv. 1913; Um landsdóminn, Rv. 1914; Íslandsbankafundurinn 10. dec. 1921, Rv. 1922. Auk þessa greinir í Andvara og Den dansk-isl. Kommission af 1907.
Kona (3. ág. 1895): Elín (f. 2. febr. 1869, d. 26. ág. 1900) Pétursdóttir amtmanns Havsteins.
Börn þeirra: Jóhanna Kristín átti Pál tannlækni Ólafsson í Rv., Pétur Hafsteinn kaupm. á Akureyri (BB. Sýsl.; KlJ. Lögfr.; Óðinn V; Árbók hásk. Ísl. 1934–5; Tidsskr. for Retsvidenskab; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.