Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus (Halldór) Pétursson

(12. jan. 1918– 15. febr. 1948)

.

Lögfræðingur. Foreldrar: Pétur (d. 12. mars 1952, 69 ára) Lárusson fulltrúi á skrifstofu Alþingis og kona hans Ólafía Hólmfríður Þóra (f. 28. ágúst 1894) Einarsdóttir skipstjóra í Reykjavík, Ketilssonar. Stúdent í Rv. 1937 með 1. eink. (8,27). Lauk prófi í lögfræði við Háskóla Íslands 3. júní 1947 með 1. einkunn (188 st.). Gerðist fulltrúi hjá sakadómara í Rv. 15. ág. 1947. Kona (12. sept. 1942): Kristjana (f. 18. ágúst 1922) Sigurðardóttir kaupm. í Rv., Sigurz. Barn þeirra: Guðrún Ólafía (Agnar Kl. J.. Lögfræðingatal o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.