Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus (Guðjón) Lúðvíksson

(14. ág. 1860–20. júlí 1913)

Skósmiður og kaupmaður. For.: Lúðvík steinsm. Alexíusson (lögregluþjóns, Árnasonar) og kona hans Sigurlaug Friðriksdóttir.

Nam skósmíðar og setti upp vinnustofu 1877, síðar skóverzIun og varð hún mesta veræzlun landsins í sinni grein.

Kona (1880): Málmfríður Jónsdóttir útgerðarmanns í Skálholtskoti, Arasonar:

Börn þeirra, sem upp komust: Jón skósmiður, Lúðvík kaupmaður, Karl kaupmaður, Lúther á Ingunnarstöðum í Brynjudal, Ágúst málari, Óskar kaupmaður, Emilía átti Magnús skipstjóra Kjærnested, Sigurlaug átti Pétur kaupmann H. Lárusson á Ak., Hrefna f. k. Hallgríms kaupmanns Tuliniuss (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.