Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárentíus Arngrímsson

(– – 1648)

Prestur. Faðir: Síra Arngrímur Jónsson kirkjuprestur að Hólum (d. 1581). Kemur við skjal óvígður 1590, en er orðinn prestur 12. júlí 1592 og þá einhverstaðar í Hegranesþingi, en fekk Upsir eftir 1600 (á árunum 1601–9) og hefir líkl. haldið til æviloka. Talinn fyrirmannlegur, góðviljaður og vel efnum búinn (fekk þó tillag þurfandi presta 1628 „vegna fátæktar og fémissis“). Hefir verið tvíkvæntur.

Kona 1: (ónefnd) dóttir Guðmundar Þorsteinssonar,

Kona 2: Sigríður Jónsdóttir, af Mókollsætt, yfirsetukona góð, auðug, en vitgrönn. Þessi eru talin börn hans: Síra Guðmundur að Stafafelli, Þrúður átti Ólaf Jónsson, frækinn glímumann, og komust þau á verðgang, Helga að Vatnsenda í Ólafsfirði (HÞ.; JKonr. Prest. gerir 2 úr einum og nefnir hinn síðara Ólafsson; svo og SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.