Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ludvig (Emil) Kaaber

(12. sept. 1878 – 12. ágúst 1941)

: Bankastjóri. Foreldrar: S. F. Kaaber málaflutningsmaður í Danmörku og kona hans Nanna f. Hellrung. Starfaði við verzIun í Danmörku frá unga aldri; stundaði nám í veræzlunarháskólanum í Kh. 1899– 1901.

Verzlunarmaður hjá Thomsensverzlun í Rv. 1902–05; síðan eitt ár verzlunarfulltrúi í Kh.

Meðeigandi verzlunarfyrirtækisins Ó. Johnson ér Kaaber í Rv. 1906–18. Var bankastjóri við landsbankann í Rv. 1918–40.

Konsúll Belgíu 1912–22; aðalkonsúll Finna 1924–30. Átti sæti í stjórn Veræzlunarskólans 1905–20 og í stjórn ýmissa félaga; í innflutningsnefnd 1918 og 1920–21; í gjaldeyrisnefnd frá 1932. Átti þátt í stofnun Guðspekifélags Íslands og var í stjórn þess 1915–33; einnig meðal stofnenda Rauða kross Íslands og í stjórn hans. Prestvígður í hinni frjáls-kaþólsku kirkju í Hollandi 1928. Str. af fálk.; komm.! af dbr. og dbrm.; komm. af finnsku hvítu rósinni; r. af belgisku krónuorðu og af hollenzku Oranie-Nassauorðu; officeri austurríska rauða kross. Kona 1: Astrid Berthine (d. 26. júní 1928, 44 ára) Thomsen frá Trangisvaag í Færeyjum. Börn þeirra: Gunnar Georg lyfjafræðingur, dó í Danmörku, Axel skrifstofumaður. Sveinn Kjartan lögfræðingur, Ásta Eva dó óg., Nanna Ida átti Bjarna klæðskerameistara Árnason, Ragnar Eiríkur skipaverkfræðingur í Nakskov í Danmörku, Elín Margrét átti Gunnar forstjóra Friðriksson, Knútur fulltrúi í Rv. Kona 2 (12. júlí 1929): Helga (f. 26. apr. 1899) Eggertsdóttir sýsluskrifara á Ísafirði, Jochumssonar. Börn þeirra: Edda Kristín, Astrid Sigrún, Edvin, Eggert dó ungur (Br7. o.fl.)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.