Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Loptur Þórðarson

(– – 1355)

Riddari á Möðruvöllum í Eyjafirði.

Foreldrar: Þórður riddari Hallsson sst. og kona hans Guðný Helgadóttir, Loptssonar. Átti deilur nokkurar við Ketil hirðstjóra Þorláksson, og var þeim utan stefnt 1336.

Kona: Málmfríður Árnadóttir á Aski í Noregi, Ormssonar, Guðleikssonar. Dóttir þeirra: Ingiríður átti Eirík ríka Magnússon (Isl. Ann.; Dipl. Isl.; BB. Sýsl., ættrakningar lagfærðar)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.