Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Loptur Þorsteinsson (Galdra-Loptur)

(1702– ? )

Stúdent.

Foreldrar: Þorsteinn fálkafangari að Vörðufelli Jónsson í Brokey, Péturssonar, og fí. k. hans Ásta Loptsdóttir. Hefir líkl. alizt upp hjá Þormóði skáldi Eiríkssyni í Gvendareyjum, og er til vísa um Lopt eftir hann. Tekinn í Hólaskóla 1716, stúdent 1722, er enn á lífi 9. dec. s.á., en hefir dáið ungur, talinn hafa sturlazt á geðsmunum, ókv. og bl. Um hann eru þjóðsagnir (HÞ.: Galdra-Loptur, „Ísafold“, Rv. 1914).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.