Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Loptur Skaftason

(– – 1629)

Prestur.

Foreldrar: Síra Skafti Loptsson að Setbergi og f.k. hans Hallvör Eyjólfsdóttir prests á Melum, Grímssonar.

Hefir líkl. lært í Skálholtsskóla, var í júlí 1597 skráður í stúdentatölu í háskólanum í Rostock, var þar í þjónustu Dr. og prófessors Hans Freders, en kom aftur til landsins 1600, varð skömmu síðar aðstoðarprestur síra Jóns Krákssonar í Görðum á Álptanesi (gegndi Bessastaðasókn), en 24. mars 1606 lagði konungur fyrir Odd byskup, að Loptur fengi prestakall, sem hann gæti lifað af, fekk því Miklaholt (líklega um 1608–9), og þar er hann 1610, um 1619 átti hann barn í milli kvenna (sjá sakeyrisreikning Snæfellsnessýslu 1619–20), en hefir jafnharðan fengið uppreisn, fekk 1621 Setberg, eftir föður sinn, og hélt til æviloka.

Kona 1 (kaupm. 14. júní 1607): Kristín, laundóttir Odds byskups Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Jósep á Ólafsvöllum, Sigríður átti síra Jón Ólafsson í Hvammi í Norðurárdal, Bergljót átti síra Vigfús Illugason að Setbergi. Sumir telja 2. konu hans: Guðrúnu Helgadóttur á Hvítárvöllum, Vigfússonar; þau bl. En síðasta kona hans var Rósa Árnadóttir á Narfeyri, Narfasonar; þau bl. (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.