Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Loptur Pétursson

(15. og 16. öld)

Prestur.

Foreldrar: Pétur lögréttumaður Loptsson í Djúpa Dal og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir að Reyni, Helgasonar. Er orðinn prestur 1517, hefir haldið Víðidalstungusókn og búið í Víðidalstungu, en sumir ætla hann og hafa þjónað Vesturhópshólum, en ekki er það víst; hann er enn prestur 1559 og á lífi 11. júní 1566, d. fyrir 17. ág. 1568. Fylgikona: Þuríður Arngrímsdóttir í Forsæludal, „Ljótssonar. Börm þeirra: Síra Jón á Skinnastöðum, Árni í Sælingsdal, Arngrímur, Páll, Helga átti Einar Pálsson í Gerði í Hvammssveit, Sigríður átti Ólaf Hallsson að Enni í Bitru (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.