Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Loptur Ormsson

(– – um 1476)

Riddari að Staðarhóli.

Foreldrar: Ormur hirðstjóri Loptsson og kona hans Solveig Þorleifsdóttir, Árnasonar. Mun hafa haft umboð (Björns ríka) í Strandasýslu um og eftir 1463, en átti deilur við hann um 1465–T, síðar við Þorleif hirðstjóra Björnsson, og sættust þeir fullkomlega; jafnan fór og heldur þunglega á með honum og móður hans. Virðist hafa haft um tíma byskupsumboð á Hítardal.

Er orðinn riddari („á vopn“) 1470. Bústýra hans hefir verið: Steinunn Gunnarsdóttir í Sælingsdalstungu, Jónssonar. Synir þeirra: Stefán (dó ungur), Pétur lögréttumaður í Djúpadal.

Steinunn mun síðar hafa átt Vigfús sýslumann Bjarnarson að Núpi í Dýrafirði, Jónssonar. (og Þorgerðar Ólafsdóttur yngra á Kirkjubóli, Björnssonar í Hvalsnesi, Ólafssonar hirðstjóra, SD.).

Kona (1470). Gunnhildur Pétursdóttir (af norskum ættum); þau bl. (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.