Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Loptur Narfason

(– –26. okt. eða 28. okt. 1595)

Prestur.

Faðir hans gæti verið Narfi Loptsson (kemur við skjal vestra 1520). Hann er orðinn prestur 1537, er í prestaröðum talinn fyrst hafa haldið Staðarhraun, síðan Garða á Álptanesi 1552–62, síðast Hítardal 1562–90, er hann lét af prestskap, hefir 1562 orðið prófastur í Þverárþingi vestan Hvítár, enda nefndur officialis í skjali 9. sept. 1566; kemur við skjal 12. apr. 1593.

Sonur hans: Síra Greipur (Dipl. Isl.; HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.