Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Loptur Jósepsson

(um 1638–19. júlí 1724)

Kirkjuprestur.

Foreldrar: Síra Jósep Loptsson á Ólafsvöllum og kona hans Sigríður Ísleifsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Eyjólfssonar. Tekinn í Skálholtsskóla líkl. 1655, hefir líkl. orðið stúdent 1661, fór utan 1663, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 26. okt. s. á., kom til landsins 1665, varð kirkjuprestur í Skálholti 16. maí eða 19. maí 1667, var borinn galdri vegna veikinda Jóns yngra Sigurðssonar frá Einarsnesi 1670, missti prestskap, en mál hans 1671 dæmt á miskunn konungs. Fór hann utan 1671, kom aftur 1672 og hafði ekkert orðið ágengt, fór síðan aftur utan og var víða í Danmörku, ýmist aðstoðarprestur eða fekkst við barnakennslu, umsókn hans um endurupptöku málsins er dags. í Kh. 3. júlí 1673, en um uppreisn hans er ókunnugt. Kom til landsins 1706, var aftur kirkjuprestur í Skálholti 1707–11, naut síðan styrks uppgjafapresta og andaðist í Skálholti, ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.