Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Loptur Hálfdanarson

(– – 19. júní 1312)

Riddari.

Foreldrar: Hálfdan Sæmundsson að Keldum og kona hans Steinvör Sighvatsdóttir, Sturlusonar.

Stóð með Birni Sæmundssyni að því, 1260, að Rangæingar sóru trúnaðareiða Gizuri jarli og Hákoni konungi. Átti nokkurar deilur (og þeir frændur) við Árna byskup Þorláksson um Oddastað. Kemur ella eigi við sögu að ráði. Bjó mestan síðara hluta ævinnar á Grund í Eyjafirði.

Börn hans: Björn riddari á Grund, faðir Jóns lögmanns, föður Grundar-Helgu, Sighvatur, Sæmundur, Hálfdan, Steinvör, Bergljót (Dipl. Isl.; Ob. Isl.; BB. Sýsl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.