Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Londemann, Hans

(– – 1705)

Sýslumaður. Var danskrar ættar, faðir hans nefndur Willum Londemann. Mun hafa komið til landsins fyrir 1680 og var það ár undirkaupmaður á Eyrarbakka. Fekk Árnesþing 26. nóv. 1682 (konungsstaðfesting 11. nóv. 1683), en hélt lögsagnara, sem vænta mátti, með því að lagaþekking hans hefir verið lítil. Talinn prúðmenni og gæflyndur. Fór utan alfari 1692 (þótt hann léti ekki af sýslunni fyrr en 1694 hálfri, en 1702 að öllu) og var tollari í Præstö.

Kona (1680). Guðríður Markúsdóttir á Stokkseyri, Bjarnasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Evert Londemann byskup að nafnbót, aðlaður 1749 og fekk þá nafnið Rosencrone, Þorlákur umboðsmaður að Litlu Laugum í Reykjadal, Torfi í Nesi við Seltjörn (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.