Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Loftur Jónsson

(24. júlí 1814 – 1874)

. Bóndi. Foreldrar: Jón Árnason í Butru í Fljótshlíð, síðar á Kanastöðum í Landeyjum, og kona hans Þorgerður Loftsdóttir frá Ytri-Ásum í Skaftártungu, Ólafssonar. Var bóndi og sáttamaður á Þorlaugarstöðum í Vestmannaeyjum.

Aflasæll formaður, góður smiður, mannkosta- og greindarmaður. Kijörinn fulltrúi fyrir Vestmannaeyjar á þjóðfundinn 1851, en kosning hans var afturkölluð af kjósendum vegna þess að hann hafði stutt að útbreiðslu mormónatrúar. Gerðist mormóni og fluttist til Bandaríkjanna 1857. Varð mormónabiskup í Utah. Kom heim í trúboðsferð 1873, en lézt af slysförum í Spanish Forks í Utah. Kona 1: Guðrún (f. 8. ág. 1794, d. í Utah) Hallsdóttir í Norðurgarði á Skeiðum, Vigfússonar; hún átti áður Jón Oddsson á Þorlaugarstöðum; þau Loftur bl. Kona 2 (1873): Halldóra Árnadóttir á Undirhrauni í Meðallandi, Arngrímssonar; hún átti síðar Gísla Einarsson frá Hrífunesi (Saga Vestmannaeyja I; Þ.Þ.Þ. TI; PG. Ann.; Selskinna, Rv. 1948).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.