Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Loftur Guðmundsson

(um 1775–20. sept. 1858)

. Hreppstjóri, dbrm. Foreldrar: Guðmundur Þórðarson á NeðraHálsi í Kjós og seinni kona hans Ragnheiður (d. "7. júlí 1816, 71 árs) Loftsdóttir á Þúfu í Kjós, Jónssonar. Bóndi á Neðra-Hálsi yfir hálfa öld.

Lengi hreppstjóri, sáttamaður og meðhjálpari. Þótti ætíð mikið kveða að ráðsnilld hans, rausn og manngæzku. Dbrm.; var auk þess veittur heiðurspeningur. Kona (um 1800): Karítas (d. 25. mars 1851, 74 ára) Oddsdóttir prests á Reynivöllum, Þorvarðssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Þórarinn á Hálsi, Oddur í Vindási, Guðmundur ókv., Margrét átti Björn söðlasmið Tómasson Bech í Skrauthólum (Þjóðólfur XI; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.