Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Leifur Sigfússon

(4.nóv.1892 – 25. febr, 1947)

. Tannlæknir.

Foreldrar: Sigfús (d. 5. júní 1922, 65 ára) alþm. Árnason í Vestmannaeyjum og kona hans Jónína Kristín Nikolína (d. 16. nóv. 1906, 50 ára) Brynjólfsdóttir prests í Vestmannaeyjum, Jónssonar. Stúdent í Rv. 1913 með einkunn 5,3 (69 st.). Hóf nám í læknisfræði við háskólann í Kh., en gekk síðan í tannlæknaskóla þar og lauk prófi í þeirri grein í júní 1920 með 1. einkunn. Vann að tannlækningum í Þrándheimi á þriðja ár; fór síðan til Sviss og Svíþjóðar.

Stundaði tannlækningar í Vestmannaeyjum frá 1926 til æviloka. Var franskur vísi-konsúll.

Kona (3. ág. 1939): Ingrid Jensine (f., 30. sept. 1909) Steengard frá Vejle á Jótlandi. Dóttir þeirra. Jónína (Br7.; B.J.: Ísl. Hafnarstúdentar; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.