Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Leifur Eiríksson

(10. og 11. öld)

. Foreldrar: Eiríkur Þorvaldsson hinn rauði og Þjóðhildur Jörundardóttir, Úlfssonar, Fæddur á Eiríksstöðum í Haukadal um 970. Fór til Grænlands með föður sínum 986.

Sumarið 999 fór hann til Suðureyja og þaðan um haustið til Noregs; var næsta vetur með Ólafi konungi Tryggvasyni.

Tók hann þá kristna trú, og áður en hann fór heim næsta Sumar, fól konungur honum að boða kristni á Grænlandi. í för sinni heim var hann „lengi úti og hitti á lönd þau, er hann vissi áður enga von til“. Er hann fór þaðan heim, fann „hann menn á skipsflaki og flutti heim með sér. Sýndi hann í því ina mestu stórmennsku og drengskap, sem mörgu öðru, er hann kom kristni í landið, og var jafnan síðan kallaður Leifur inn heppni“. Hann bjó í Brattahlíð við Eiríksfjörð eftir föður sinn. Mun hafa dáið um 1020, en dánarár er ókunnugt.

Þorkell er nefndur sonur hans, er bjó eftir hann í Brattahlíð.

Lönd þau, er Leifur hitti á, hafa verið á austurströnd Norður-Ameríku. Nefndu menn hið helzta þeirra Vínland og gerðu næsta ár tilraunir til að nema það, en tókst ekki sakir ófriðar þeirra manna, er þar bjuggu fyrir (Íslenzk fornrit IV; Vínlandsferðirnar (Safn til sögu Íslands VI}; o. fl; dr. Matthías Þórðarson).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.