Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lazarus Mattheusson (Skáneyjar-Lazi)

(16. öld)

Bartskeri, þýzkrar ættar. Ráðinn hingað til lands 1525 af Ögmundi byskupi Pálssyni, til græðslu sáraveikum mönnum, ílentist hér og bjó í Skáney í Reykholtsdal, hefir lifað fram undir 1570.

Kona (24. nóv. 1528): Guðrún Ólafsdóttir að Hóli í Bolungarvík, Eiríkssonar.

Börn þeirra: Eiríkur, Cecilia átti Sumarliða Stefánsson, Matthías (PEÓl. Mm.; ÓSn. Ættb.; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.