Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lauritz Gottrup

(1648–1. mars 1721)

Lögmaður.

Foreldrar: Christian Gottrup og kona hans Mette Nielsdatter (d. hér 16. okt. 1685, á 58. ári), danskrar ættar. Fæddur í Nakskov og virðist fyrst hafa verzlun þar (sjá skjal 30. maí 1677), en er fyrst getið að því hér, að verið hafi verzlm. í Straumfirði, varð haustið 1679 umboðsmaður Jóhanns fógeta Kleins, fekk 13. nóv. 1683 Þingeyraklaustur, Vatnsdalsjarðir og Strandasýslujarðir, 7. maí 1684 skipaður umboðsmaður landfógeta í utanför hans; fekk s.á. hálft Húnavatnsþing og fluttist að Þingeyrum, varð lögmaður norðan og vestan 16. apr. 1695, að skipan konungs, og var það nýlunda, að lögmannskosning fór ekki fram, var umboðsmaður Millers amtmanns í utanförum hans 1697 og 1699, kjörinn 1701 af alþingi til þess að reka erindi landsins fyrir konungi og var í Kh. næsta vetur, en tillögur hans voru settar til nefnda tveggja; leiddi af þeim helzt nýja kaupsetning 10. apr. 1702 og sendiför þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns til landsins; urðu síðan flokkadrættir miklir hérlendis, fjandskapur með honum og Miller amtmanni o. fl. Hann lét af lögmannsdæmi að fullu á alþingi 1714 (eftir samningi við Odd Sigurðsson 24. júlí 1713) og af Húnavatnsþingi 1716, en hélt Þingeyraklaustri og öðrum lénum sínum til æviloka, andaðist á Þingeyrum. Hann hefir verið áhugasamur nytsemdar- og fyrirhyggjumaður, einna merkastur útlendra fyrirmanna hérlendis, skarpvitur, þótt ekki væri hann lærður, en ráðríkur og ærið féglöggur, enda auðmaður mikill, Tillögur hans og skjöl eru í Lbs. og þjóðskjalasafni.

Kona (um 1686–7). Katarina (f. 1646, d. 1731) Peiters frá Frederiksborg á Sjálandi, af tengdafólki Heidemanns landfógeta.

Börn þeirra: Jóhann sýsl., Anna Sofía átti síra Gísla Jónsson í Saurbæjarþingum, Magdalena átti fyrst launbarn með Gunnari Þorlákssyni úr Viðvík, giftist síðan Jóhanni Mauritsen (Saga Ísl. VI; Safn IT; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.