Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Laufey Valdimarsdóttir

(1. mars 1890–9. dec. 1945)

. Skrifari. Foreldrar: Valdimar (d. 17. apríl 1902, 49 ára) Ásmundsson ritstjóri í Reykjavík og kona hans Bríet (d., 16. mars 1940, 83 ára) Bjarnhéðinsdóttir í Böðvarshólum í Vesturhópi, Sæmundssonar. Stúdent í Rv. 1910 með einkunn 5,5 (72 st.).

Nam um hríð málfræði við háskólann í Kh., en fór heim án þess að ljúka prófi. Vann síðan mest við skrifstofustörf í Rv.

Fekkst og við ýmsa líknarstarfsemi. Var skáldmælt. Ritstörf: Úr blöðum Laufeyjar Valdimarsdóttur, Rv. 1944–50; ennfremur ýmsar greinar í blöðum.

Var ábyrgðarmaður Mæðrablaðsins, er mæðrastyrksnefnd gaf út. Dó á ferðalagi í París.

Óg. og bl. (B.J.: Íslenzkir Hafnarstúdentar; Óðinn VI; Nýtt kvennablað VII; Minningar úr menntaskóla, Rv. 1946).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.