Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lassen, Rudolph Friedrik

(10. ág. 1760–13. nóv. 1811)

Prestur. Albróðir næsta manns á undan (einnig f. í Finnmörku).

Var í Maríuskóla (Frúarskóla) í Kh. og Hróarskelduskóla 3 vetur (1772–5), fór þá til Íslands og var að tilhlutan móður hans tekinn í Skálholtsskóla 1775, stúdent 9. maí 1778, fór utan 1779, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 20. jan. 1780, með 2. einkunn, tók guðfræðapróf 11. febr. 1782, með 2. einkunn, tók að búa sig undir trúboðastarf í Grænlandi 1784, var skipaður trúboði í Upernivík 30. mars 1787, vígðist 28. s.m., fekk leyfi til vegna heilsubrests að flytjast þaðan til Godhavn í Diskosey, síðar í Jakobshavn, fekk 9. maí 1798 Storvordeprestakall á Jótlandi og hélt til æviloka. Var valmenni og mikils metinn, vel að sér í fornum fræðum; eftir hann eru pr. ritgerðir (í Minerva IV og í Theologisk Maanedskrift IX og X).

Kona: Charlotte Amalie (f, um 1762, d. 15. okt. 1828); þau áttu 3 börn (HÞ.; Blanda V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.