Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lange, Jens (Severin)

(6. nóv. 1872–10. nóv. 1931)

Málari.

Ættaður frá Randers í Jótlandi.

Eftir að hafa numið iðn sína, dvaldist hann víða um lönd.

Settist að hér 1895 og var framan af á vegum hjálpræðishersins, en stundaði lengi iðn sína.

Fjölhæfur maður og vel gefinn, óvenjulega fróður um íslenzk efni.

Kona: Þuríður Jakobsdóttir frá Árbakka á Skagaströnd.

Dóttir þeirra: Thyra tannlæknir átti Pálma forstjóra Loptsson (Óðinn XXVII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.