Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lafrentz, Jochum Henriksen

(1674–í jan. 1744)

Amtmaður.

Foreldrar: Henrik kaupm. Lafrentz í Næstved og kona hans Anna Willemsdatter Nedrich. Varð amtmaður 16. okt. 1733, kom til landsins 1734, hélt til æviloka, andaðist á Bessastöðum, var utanlands frá í ágúst 1736 þangað til í júní 1737, og var þá Ólafur Árnason, síðar sýslumaður, umboðsmaður hans. Sat ekki á alþingi 1735 og 1743 vegna veikinda.

Virðist hafa verið röggsamur í embætti, en stórlyndur nokkuð og bráður, tilfinninganæmur og tortryggur, átti misklíð við Bjarna sýslumann Halldórsson á Þingeyrum, og ekki var gott samkomulag með honum og Jóni byskupi Árnasyni. Hann var ókv. og bl., lét eftir sig til skipta 1661 rd. Hafði bróðir hans verið borgarstjóri í Næstved, en önnur systra hans átt Hans Schytz prófast á Sjálandi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.