Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kári (Sviðu-Kári) Sölmundarson

(10. og 11. öld)

Bjó síðast að Breiðá í Fellshverfi. Faðir: Sölmundur Þorbjarnarson jarlakappa að Hólum (Hrepphólum).

Kona 1: Helga Njálsdóttir, Þorgeirssonar.

Börn þeirra: Þorgerður, Ragnheiður, Valgerður, Þórður (brann inni í Njálsbrennu).

Kona 2: Hildigunnur Starkaðardóttir, Þórðarsonar, ekkja Höskulds Hvítanesgoða Þráinssonar.

Börn þeirra Kára: Starkaður, Þórður, Flosi. Kári var garpur mikill og manna fimastur. Slapp úr Njálsbrennu og leitaði hefnda á brennumönnum, en að lokum tók við honum af miklum drengskap fyrirliði þeirra, Flosi Þórðarson, er hann kom af skipreika til hans að Svínafelli. Honum eru eignuð erindi nokkur í Nj., en þau munu vera yngri (Nj.; Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.