Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristín Jónsdóttir

(21. sept. 1853–4. júlí 1942)

. Saumakona.

Foreldrar: Jón Oddsson á Bakka í Landeyjum og kona hans Sigríður Jónsdóttir á Bakka, Árnasonar. Átti lengst af heima í Landeyjum, en einnig í Vestmannaeyjum. Stundaði fatasaum sem atvinnu fyrst allra í Rangárþingi (1894). Var bókhneigð mjög, ættfróð, vel máli farin. Dætur hennar (með Guðmundi #Diðrikssyni frá Hólmi í Landeyjum): Jenny átti Jón Guðmundsson í Vestmannaeyjum, Oktavía hjúkrunarkona (d. 1906) óg., Sigríður (d. um 1920) átti Arnfinn Þórðarson í Vestmannaeyjum, Oddný hjúkrunarkona átti Helga lækni Jónasson, Kristín átti Hallbjörn yfirprentara Halldórsson í Rv. (A.V.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.