Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristín Eggertsdóttir

(20. apr. 1877–2. febr. 1923)

Veitingakona o. fl.

Foreldrar: Eggert Davíðsson að Kroppi í Eyjafirði og kona hans Vilhelmína Kristjánsdóttir frá Ytri Tjörnum.

Eftir nám í kvennaskóla á Laugalandi og í Rv. var hún 5 ár kennari í kvennaskóla á Akureyri. Fór til Noregs 1905, var þar 2 ár, annað í hússtjórnarskóla. Þegar heim kom (1907), varð hún (í 5 ár) forstöðukona sjúkrahússins á Akureyri.

Setti upp gistihús („hótel Oddeyri“) 1915 og stýrði því til æviloka. Talin fjölhæf að gáfum og áhugasöm. Var fyrsta kona kosin í bæjarstjórn Akureyrar. Gaf sjóð mikinn til að efla menntun kvenna. Óg. og bl. (Óðinn XXII; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.