Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristmundur Guðjónsson

(16. júní 1890–19. maí 1929)

Læknir. Launsonur Guðjóns vinnumanns Jónssonar að Hömrum í Grímsnesi og Kristbjargar Jónsdóttur að Kolviðarhóli, Jónssonar, Tók próf úr verzlunarskóla Ísl. 1908, stúdent úr menntaskóla Rv. 1914 (57 st.), próf úr læknadeild háskóla Ísl. 1920, með 2. einkunn betri (126 st.). Var í spítölum í Kh. 1922.

Settur 15. júlí 1921 héraðslæknir í Reykhólahéraði, en settur 26. sept. 1922 og skipaður 30. nóv. 1922 í Reykjarfjarðarhéraði og var það til æviloka.

Kona (1918): Hrefna Einarsdóttir umsjónarmanns í Rv., Finnbogasonar.

Sonur þeirra: Sigurður (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.