Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristjón Jónsson

(24. júní 1891– 14. júní 1941)
. Trésmiður, skáld. Foreldrar: Jón (d. 2. okt. 1931, 75 ára) á Skarði í Haukadal í Dalasýslu og kona hans Kristín (d. 14. júní 1944, 95 ára) Ólafsdóttir á Stóra-Vatnshorni, Hallssonar. Nam trésmíði og stundaði þá iðn í Reykjavík (og víðar). Ritstörf: Aringlæður, ljóðmæli, 1924; Minningarljóð, 1927; Nokkrar hestavísur, 1928; 99 ástavísur, 1928 og 1929; Hátíðarljóð, 1930; 100 ástavísur, 1931; Sindur, ljóðmæli, 1937. Kona: Guðrún (f. 27. maí 1882) Jónsdóttir á Reykjanesi í Strandasýslu, Sigurðssonar. Sonur þeirra: Jón Eðvald kaupm. í Rv. (Ýmsar heimildir).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.