Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Þorsteinsson

(14. febr. 1780–7. júlí 1859)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorsteinn Hallgrímsson í Stærra Árskógi og kona hans Jórunn Lárusdóttir klausturhaldara Schevings. Hann var ungur tekinn í fóstur af Magnúsi Árnasyni í Haga í Aðaldal, fór þaðan 1794 að námi til síra Sigfúsar Jónssonar að Höfða, tekinn í Hólaskóla 1799, var þar, þangað til sá skóli var lagður niður, lærði síðan hjá bróður sínum, Stefáni (síðast presti á Völlum), stúdent 1805 úr heimaskóla frá Páli rektor Hjálmarssyni, síðar presti á Stað á Reykjanesi, varð djákn á Grenjaðarstöðum 27. apr. 1806, fekk Grímsey 1809, vígðist 9. júlí s.á., en gegndi Stærra Árskógi til vors 1810, fekk 1812 Þönglabakka í skiptum við síra Eirík Þorleifsson, fekk Glæsibæ 30. júlí 1819, Bægisá 27. júní 1837, fluttist þangað vorið 1838, Tjörn í Svarfaðardal 10. mars 1843, Völlu 15. apr. 1846, lét af prestskap í fardögum 1858. Hann var talinn drjúgur að gáfum, allgóður kennimaður, mikill starfs- og búsýslumaður, gestrisinn og vel metinn.

Kona (1810): Þorbjörg (d. 1846) Þórarinsdóttir prests að Múla, Jónssonar. Synir þeirra: Síra Þórarinn að Vatnsfirði, Hallgrímur gullsmiður á Akureyri.

Kona 2 (1847): Þorbjörg (d. 1851, 44 ára) Bergsdóttir á Guðrúnarstöðum, Flóventssonar (þau bl.). Kóna 3 (1852): Guðrún Sigfúsdóttir að Fagraskógi, Eyjólfssonar; þau bl. (Vitæ ord. 1809; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.