Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Þorsteinsson

(12. okt. 1847–5. febr. 1931)

Bóndi.

Foreldrar: Þorsteinn síðast að Heyklifi Sigurðsson, Antoníussonar, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir í Kelduskógum, Guðmundssonar. Bjó í Hvalsnesi í Stöðvarfirði frá 1874, fluttist til Vesturheims 1879, en kom aftur til landsins 1880, setti þá bú á Kirkjubóli í Stöðvarfirði, bjó þar 7 ár, en síðan á Löndum sst. Bætti hann þá jörð svo og hýsti, að hún varð höfuðjörð. Atorkumaður, hygginn og stjórnsamur, fjölhæfur, vel að sér, glaðlyndur, bjargvættur í sveit sinni. Stofnaði 1917 minningarsjóð til handa niðjum sínum.

Kona (9. júlí 1875): Margrét (f. 6. febr. 1851, d. 24, sept. 1916) Höskuldsdóttir að Þverhamri, Bjarnasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorsteinn, Erlendur, Arnleif átti Helga úrsmið Hannesson í Rv. (Óðinn XII; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.