Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Kristján Þorláksson
(20. maí 1857–21. okt. 1930)
Bóndi.
Foreldrar: Þorlákur Hjaltason að Kleifum í Seyðisfirði og kona hans Sigurborg Guðmundsdóttir á Sandeyri, Bjarnasonar. Setti bú að Múla í Ísafirði 1884 og gerði þar geysimiklar jarðarog húsabætur, enda fekk hann verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda og ræktunarsjóði. Var og orðlagður sjósóknari, fjölda vertíða formaður í Bolungarvík. Gegndi og trúnaðarstörfum, var t. d. í stjórn kaupfélags Nauteyrarhrepps.
Kona (1882): Valgerður Jónsdóttir að Laugabóli, Halldórssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Sturlaug Einarsson að Múla, Sigurborg kennari, Magnús búfræðingur (Óðinn XXI; Br7.).
Bóndi.
Foreldrar: Þorlákur Hjaltason að Kleifum í Seyðisfirði og kona hans Sigurborg Guðmundsdóttir á Sandeyri, Bjarnasonar. Setti bú að Múla í Ísafirði 1884 og gerði þar geysimiklar jarðarog húsabætur, enda fekk hann verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda og ræktunarsjóði. Var og orðlagður sjósóknari, fjölda vertíða formaður í Bolungarvík. Gegndi og trúnaðarstörfum, var t. d. í stjórn kaupfélags Nauteyrarhrepps.
Kona (1882): Valgerður Jónsdóttir að Laugabóli, Halldórssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Sturlaug Einarsson að Múla, Sigurborg kennari, Magnús búfræðingur (Óðinn XXI; Br7.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.