Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Þorkelsson

(27. okt. 1861–10. jan. 1934)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Þorkell Kristjánsson síðast í Helgadal í Mosfellssveit og kona hans Birgitta Þorsteinsdóttir í Stíflisdal, Einarssonar. Bjó lengstum í Álfsnesi á Kjalarnesi og auðgaðist vel, enda athafnamaður mikill og bætti vel jarðir sínar. Vel metinn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum,

Kona (1895): Sigríður Guðný Þorláksdóttir í Varmadal á Kjalarnesi, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorlákur í Varmadal, Þorkell búfræðingur, Gréta ráðskona hjá bróður sínum, Kristján Karl prentari, Benedikt, Birgir, Ísafold, Guðrún, Fanný, Dagmar, Vernharður, Helga, Jóna, Þórður Snæland (Óðinn XXV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.