Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Þorgrímsson

(23. sept. 1819– 14. maí 1896)

.

Bóndi. Foreldrar: Þorgrímur Marteinsson í Hraunkoti í Aðaldal og kona hans Vigdís Hallgrímsdóttir. Bóndi í Hraunkoti 1844–46; síðar á Máná á Tjörnesi, Bægistöðum, Flögu og Sveinungsvík í Þistilfirði.

Fluttist 1874 að Leirhöfn á Melrakkasléttu og bjó þar til æviloka. Hagsýnn elju- og búsýslumaður, Kona 1 (1843): Halldóra (d. 25. nóv. 1879, 56 ára) Guðnadóttir á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, Jónassonar, Börn þeirra, sem upp komust: Guðni á Hóli á Sléttu, Jónas í Hraunkoti, fór til Vesturheims 1892, Þorgrímur á Ormarslóni, Guðrún átti Pál hreppstjóra Jóhannesson á Austaralandi, Vigdís átti Gamalíel Einarsson á Sævarlandi, Dýrleif átti Halldór Guðbrandsson á Syðri-Brekkum, Guðjón ókv., Kristján fór til Vesturheims, Halldór á Sóleyjarvöllum. Kona 2 (1883): Helga (d. 28. ág. 1931, 74 ára) Sæmundsdóttir, Sigurðssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Jóhann ættfræðingur í Rv., Kristinn vélsmiður í Nýhöfn, Sæmundur á Sigurðarstöðum á Sléttu, Sigurður smiður í Leirhöfn, Guðmundur sst., Helgi sst. (Handrit Indriða á Fjalli; ll)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.