Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Villadsson

(16. öld)

Prestur. Józkur að ætt (bróðir síra Erasmusar á Breiðabólstað). Var rektor í Skálholti 1567–70, fekk Helgafellsprestakall 1574, en tók að fullu við staðnum í fardögum 1575, varð holdsveikur, fluttist 1591 að Bjarnarhöfn og gegndi þeirri sókn síðan, segist 1596 vera nálega sextugur, er enn á lífi 1. maí 1599; var ágætur læknir, og er lækningabók hans til í handritum (sjá Lbs.). Hann er talinn tvíkvæntur, og er óljóst um konur hans og börn. Af börnum hans eru nefnd: Páll, er verið hafi með síra Erasmusi föðurbróður sínum, Margrét þjónustustúlka síra Þorláks Bjarnasonar að Helgafelli og átti barn með honum, fluttist síðan að Staðastað (PEÓl. Mm.; JH. Skól.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.