Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Tómasson

(13. okt. 1844–2. apríl 1907)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Tómas Eiríksson á Ketilsstöðum í Hörðudal og kona hans Guðrún Ívarsdóttir hreppstjóra að Hálsi á Skógarströnd, Bjarnasonar. Var ráðsmaður á Þorbergssstöðum í Laxárdal 1868, en bjó þar frá 1869 til æviloka. Gegndi ýmsum sveitarstörfum. Búhöldur mikill og fekk verðlaun bæði úr styrktarsjóði Kristjáns níunda og ræktunarsjóði, vel metinn greiðamaður.

Kona 1 (1869): Ásta Egilsdóttir á Þorbergsstöðum, Jónssonar. Synir þeirra: Benedikt á Þorbergsstöðum, Kristján.

Kona 2 (1898): Jóhanna Stefánsdóttir af Skarðsströnd, Sveinssonar. Dætur þeirra: Kristjana Guðrún, Jóhanna María, Hólmfríður (ÓðimnslNs Brot).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.