Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Kristján Sigurðsson
(31. jan. 1874–15. dec. 1942)
. Ritstjóri o.fl. Foreldrar: Sigurður (d. 12. ág. 1883, 62 ára) Gíslason á Kröggólfsstöðum í Ölfusi og kona hans Valgerður (d. 17. nóv. 1910, 73 ára) Ögmundsdóttir á Bíldsfelli, Jónssonar.
Stúdent í Reykjavík 1893 með 1. einkunn (97 st.). Nam sagnfræði við háskólann í Kh., en lauk ekki prófi og kom heim 1898. Var þá 2 ár í læknaskóla í Rv. Fór til Vesturheims 1903 og settist að í Winnipeg. Fekkst þar við ýmis störf. Um tíma aðstoðarritstjóri við blaðið „Lögberg“, en aðalritstjóri þess 1914–16. Dó í Winnipeg. Kona (1910): Þorbjörg (f. 26. okt. 1878) Þorláksdóttir í Þykkvabæ í Landbroti, Sveinssonar. Hún átti áður Jón hreppstjóra Vigfússon í Holti á Síðu. Börn Kristjáns og hennar: Solveig, Agnes, Elín, Olmar, Engilbert (B.J.: Íslenzkir Hafnarstúdentar: 0.119).
. Ritstjóri o.fl. Foreldrar: Sigurður (d. 12. ág. 1883, 62 ára) Gíslason á Kröggólfsstöðum í Ölfusi og kona hans Valgerður (d. 17. nóv. 1910, 73 ára) Ögmundsdóttir á Bíldsfelli, Jónssonar.
Stúdent í Reykjavík 1893 með 1. einkunn (97 st.). Nam sagnfræði við háskólann í Kh., en lauk ekki prófi og kom heim 1898. Var þá 2 ár í læknaskóla í Rv. Fór til Vesturheims 1903 og settist að í Winnipeg. Fekkst þar við ýmis störf. Um tíma aðstoðarritstjóri við blaðið „Lögberg“, en aðalritstjóri þess 1914–16. Dó í Winnipeg. Kona (1910): Þorbjörg (f. 26. okt. 1878) Þorláksdóttir í Þykkvabæ í Landbroti, Sveinssonar. Hún átti áður Jón hreppstjóra Vigfússon í Holti á Síðu. Börn Kristjáns og hennar: Solveig, Agnes, Elín, Olmar, Engilbert (B.J.: Íslenzkir Hafnarstúdentar: 0.119).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.