Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Mathiesen

(11. jan. 1821–12. ágúst 1889)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Síra Jón Matthíasson í Arnarbæli og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir prests að Ofanleiti, Magnússonar. Bjó að Hliði á Álptanesi frá 1847 til æviloka. Búhöldur og orðlagður dugnaðarmaður, auðsæll og þó örlátur. Hafði á hendi ýmis trúnaðarstörf í byggðarlagi sínu.

Kona (1847): Elísabet (d. 30. apr. 1888) Vigfúsdóttir. Af börnum þeirra komst upp: María átti Halldór bókbindara Þórðarson í Rv. (Útfm., Rv. 1891; Sunnanfari VI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.