Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Kristjánsson (skrifaði sig Chr. Christiansson)

(21. sept. [13. sept., Bessastsk.]– 1806–13. maí 1882)

Amtmaður.

Foreldrar: Kristján umboðsmaður Jónsson á Illugastöðum í Fnjóskadal og kona hans Guðrún Halldórsdóttir í Tungu í Fnjóskadal, Jónssonar. Lærði hjá síra Jóni (lærða) Jónssyni að Möðrufelli. Tekinn í efra bekk Bessastaðaskóla 1824, stúdent 1826, með góðum vitnisburði. Var 4 ár amtsskrifari á Möðruvöllum, tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1831–2, með 1. einkunn, próf í lögfræði 9. maí 1838, með 1. einkunn í báðum prófum. Vann í rentukammeri 1833–40, var skrifari embættismannanefndar 1841, gegndi land- og bæjarfógetaembætti í Rv. 10. maí 1843–1. júní 1844, settur sýslumaður í Skaftafellssýslu í fardögum 1844, fekk sýsluna 25. apr. 1845, umboð Kirkjubæjarog Þykkvabæjarklausturs 1847, bjó að Höfðabrekku. Varð 29. sept. 1848 yfirdómari í landsyfirdómi, tók við starfinu næsta sumar og gegndi því fram á sumar árið 1850, jafnframt því sem hann varð land- og bæjarfógeti 10. júlí 1849. Settur frá embætti 28. sept. 1851 (vegna framkomu sinnar á þjóðfundinum), en gegndi þó embættinu fram í marsmánuð 1852. Fór þá utan og varð fulltrúi í hinni ísl. stjórndeild í Kh., fekk Hegranesþing 2. febr. 1854, bjó í Hofstaðaseli, Húnavatnsþing 8. maí 1860, bjó þar að Geitaskarði.

Varð amtmaður í Norður- og Austuramti 13. apr. 1871 og bjó á Möðruvöllum í Hörgárdal, fekk lausn 9. júní 1881. Andaðist á Akureyri. Varð kammerráð 8. júlí 1848, jústistráð 26. maí 1867, r. af dbr. 2. ág. 1874.

Aðstm. konungsfulltrúa á alþingi 1847; kkj. þm. 1849; 1. þjóðfm. Reykv. 1851. Sá um: Tíðindi frá nefndarfundum, 1842, og (með síra Þorgeiri Guðmundssyni): Björn Halldórsson: Atli, Kh. 1834.

Kona (5. júní 1845): Ragnheiður (d. 14. febr. 1897) Jónsdóttir landlæknis Thorstensens; þau bl. (Bessastsk.; BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.