Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Jónsson, „Fjallaskáld“

(21. júní 1842–9. apríl 1869)

Skáld.

Foreldrar: Jón hreppstj. Kristjánsson í Krossdal og víðar og kona hans Guðný Sveinsdóttir hreppstj. á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, Guðmundssonar. Ólst upp við fátækt og komst snemma í vinnumennsku. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1864, og naut hann að því styrks góðra manna, er fengið höfðu mætur á honum vegna kvæða, er birzt höfðu eftir hann í norðanblöðum. Var 4 ár í skólanum. Varð síðan heimiliskennari í Vopnafirði haustið 1868 til æviloka. Kvæði hans (Ljóðmæli) hafa oft verið prentuð (og vísast í formála fyrir þeim um ævi hans) og leikrit: Misskilningurinn, Rv. 1938. Ókv. og bl.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.