Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Jónsson

(um 1799 –28. maí 1866 (kirkjubók|)

.

Bóndi. Foreldrar. Jón (d. 11. jan. 1832, 68 ára) Jónsson á Snæringsstöðum í Svínadal og kona hans Sigríður (d. 20. dec. 1845, 83 ára) Jónsdóttir á Grund í Svínadal, Hálfdanarsonar. Hóf búskap á Mosfelli í Svínadal, bjó síðan á Snæringsstöðum og loks í Stóradal. Mikill fjárafla- og fjárgæzlumaður; bjó lengi einu stærsta búi í Húnavatnssýslu. Tíundaði um skeið 80 hdr. í lausafé og átti í jarðeignum nálega 200 hdr.

Stjórnsamur, hygginn og framsýnn. Risnumaður, glaðlyndur, greindur og orðheppinn. Sleppti ekki tækifærum til ábata; var þó rausnsamur og gaf stórgjafir. Gaf eftir niðurskurðinn 1858 100 lömb til að skipta milli fátækra bænda í Sveinsstaða- og Þverárhreppum. Hjálparhella í heyleysi og harðindum.

Ógjarnt að láta hlut sinn. Rak sauði sína, 270, á útmánuðum 1858 suður heiðar, ofan í Biskupstungur, til að forða þeim frá niðurskurði; stóð ferðin 3 sólarhringa og varð allfræg.

Kona 1 (7. jan. 1822): Helga (d. í júlí 1843, 80 ára) Pétursdóttir á Geithömrum, Bjarnasonar; þau bl. Kona 2 (14. okt. 1847): Ingibjörg (d. 17. dec. 1859, 78 ára) Guðmundsdóttir í Stóradal, Jónssonar; hún átti fyrr Þorleif hreppstjóra Þorkelsson í Stóradal. Launbörn: (með Ingigerði Sveinsdóttur): Kristján á Snæringsstöðum (faðir Jónasar læknis), (með Guðrúnu Sveinsdóttur): Sveinn í Litladal, (með Sigurlaugu Sæmundsdóttur): Síra Benedikt á Grenjaðarstað, Rósa giftist, fór til Vesturheims, (með Sigríði Jónsdóttur): Kristín átti Benedikt Jónsson á Mosfelli (kirkjubækur; M.B.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.