Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Jónsson

(um 1771– 1. jan. 1844)

. Umboðsmaður.

Foreldrar: Jón (d. um 1784) Kolbeinsson í Veisu í Fnjóskadal og seinni kona hans Kristín Andrésdóttir. Bóndi á Þórðarstöðum í Fnjóskadal 1802–18 og á Tllugastöðum í sömu sveit 1818–43. Forsjár- og fjáraflamaður, gildur bóndi. Um 1810 stofnaði hann verzlunarfélag fyrir sveitunga sína og galt þeim 2 skildingum hærra verð fyrir pund af ull og tólg en þeir gátu fengið í kaupstað. Þó héldu menn, að hann gerði þetta til að hagnast á því sjálfur, og leystist þessi félagsgerð brátt upp. Umboðsmaður Munkaþverárklaustursjarða um skeið og hreppstjóri lengi. Lögfróður vel og málaflækjumaður mikill.

Hófst úr algerri fátækt og af Vergangi til mikillar virðingar og trausts og varð fjáður vel.

Hélt lærðan kennara til að kenna börnum sínum. Dó á Þóroddsstað í Köldukinn hjá síra Jóni syni sínum. Kona (21. júlí 1800): Guðrún (d. 24. ág. 1846, 71 árs) Halldórsdóttir á Reykjum í Fnjóskadal, Jónssonar (sst, Péturssonar). Börn þeirra, er upp komust: Halldór á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, Þuríður átti Friðrik Gottskálksson í Austari-Krókum, Björn hreppstjóri á Þverá og síðar umboðsmaður á Höfðabrekku, Kristján amtmaður, Kristbjörg átti Jón silfursmið Jónsson á Lundarbrekku (prests, Þorsteinssonar), Kristín átti Bjarna Jónsson á Vöglum (prests, Þorsteinssonar), Jósep á Hvarfi í Bárðardal, Sigurður á Hálsi í Kinn, síra Jón á Þóroddsstað og Breiðabólstað í Vesturhópi, Benedikt prófastur og alþm. í Múla (Ísl. samvinnufélög 100 ára; o.fl.; I.1I.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.