Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Kristján Jónsson
(9. okt. 1839–20. jan. 1925)
Bóndi.
Foreldrar: Jón Eyjólfsson í Fagurhlíð í Landbroti og kona hans Guðný Jónsdóttir. Fór um tvítugt suður á Rosmhvalanes, var 12 ár formaður að Útskálum, frægur aflamaður og hlekktist aldrei á. Setti bú á Árgilsstöðum í Hvolhreppi 1875 og var þar til æviloka. Hirðumaður mikill, snar og mikilvirkur.
Bætti vel jörð og hýsti. Gestrisinn, glaðvær og hispurslaus.
Kona (22. okt. 1875): Eyrún Jónsdóttir hreppstjóra á Árgilsstöðum, Bergsteinssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Bergsteinn á Árgilsstöðum, síðar í Rv., Þórarinn smiður í Rv., Sigurður (drukknaði 1906), Kristrún átti Úlfar Jónsson í Fljótsdal í Fljótshlíð, Guðný átti Pétur Jónsson á Skammbeinsstöðum, Þuríður átti Magnús Jónsson í Rv., Jóhanna átti Finnboga R. rafyrkja Ólafsson í Rv. (Óðinn XXIV; o. fl.).
Bóndi.
Foreldrar: Jón Eyjólfsson í Fagurhlíð í Landbroti og kona hans Guðný Jónsdóttir. Fór um tvítugt suður á Rosmhvalanes, var 12 ár formaður að Útskálum, frægur aflamaður og hlekktist aldrei á. Setti bú á Árgilsstöðum í Hvolhreppi 1875 og var þar til æviloka. Hirðumaður mikill, snar og mikilvirkur.
Bætti vel jörð og hýsti. Gestrisinn, glaðvær og hispurslaus.
Kona (22. okt. 1875): Eyrún Jónsdóttir hreppstjóra á Árgilsstöðum, Bergsteinssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Bergsteinn á Árgilsstöðum, síðar í Rv., Þórarinn smiður í Rv., Sigurður (drukknaði 1906), Kristrún átti Úlfar Jónsson í Fljótsdal í Fljótshlíð, Guðný átti Pétur Jónsson á Skammbeinsstöðum, Þuríður átti Magnús Jónsson í Rv., Jóhanna átti Finnboga R. rafyrkja Ólafsson í Rv. (Óðinn XXIV; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.