Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Jónsson

(4. mars 1852–2. júlí 1926)

Dómstjóri.

Foreldrar: Jón alþm. Sigurðsson á Gautlöndum og kona hans Solveig Jónsdóttir prests í Reykjahlíð (síðast í Kirkjubæ í Tungu), Þorsteinssonar. Tekinn í 3. bekk Reykjavíkurskóla 1866, stúdent 1870, með 1. einkunn (94 st.). Tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 1. júní 1875, með 1. einkunn (101 st.).

Vann í skrifstofu landfógetans í Rv. frá 1876, fekk Gullbringuog Kjósarsýslu 16. ágúst 1878.

Varð yfirdómari í landsyfirdómi 28. júlí 1886, gegndi jafnframt amtmannsembætti í Suður- og Vesturamti 29. sept. 1891–I1. júlí 1894. Varð dómstjóri í landsyfirdómi 30. mars 1908.

Gæzlustjóri í landsbankanum 1898–1910. Ráðherra Íslands 14. mars 1911–24. júlí 1912.

Aftur dómstjóri landsyfirdóms 13. ág. 1912 og síðan hæstaréttar 1. dec. 1919 til æviloka. R. af dbr. 8. ág. 1907, komm.? af dbr. 3. júní 1912, stórkr. af fálk. 13. dec. 1922. Kkj. þm. 1893–1903, þm. Borgf. 1909–13. Ritstörf: Í ríkisráðinu, Rv. 1903; (með öðrum, Tryggva Gunnarssyni o. fl.) Athugasemdir og andsvör, Rv. 1910. Forseti Reykjavíkurdeildar h. ísl. bmf. 1904–9, heiðursfél. þar 1910.

Kona (22. okt. 1880): Anna (d. 2. dec. 1921) Þórarinsdóttir prests í Görðum á Álptanesi, Böðvarssonar.

Börn þeirra: Þórunn Solveig átti mag. R. Hörring fuglafræðing, Böðvar Þórarinn adjunkt, síðar framkvæmdastjóri í Rv., Jón prófessor í Rv., Þórarinn hafnarstj. í Rv., Solveig átti Sigurð bæjarfógeta Eggerz á Akureyri, Dr. med. Halldór læknir í Kh., Elísabet Lára átti Jón lækni Foss (Ólafsson), Ása átti danskan skipstjóra, Bosch Kronika (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; Óðinn V; Ægir, 19. árg.; KlJ. Lögfr.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.