Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Jónsson

(12. apríl 1858–10. mars 1928)

Trésmiður.

Foreldrar: Jón Sigfússon að Brennihóli í Kræklingahlíð og kona hans María Rannveig Kristjánsdóttir í Hraukbæjarkoti, Bergþórssonar. Nam ungur trésmíðar og stundaði um hríð. Setti bú í Glæsibæ 1888 og bjó þar síðan. Gerði hann þar geysimiklar umbætur. enda framfaramaður á marga lund og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í héraði.

Kona (1881): Guðrún Oddsdóttir á Dagverðareyri, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Jón kennari í Bragholti, Oddur gagnfræðingur á Hjalteyri, Arnbjörg, Guðmundur búfræðingur, María Rannveig, Stefán Ágúst (Óðinn XV; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.