Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Jónasson

(12. maí 1914 – 27. júlí 1947)

. Læknir.

Foreldrar: Jónas (f. 20. sept. 1870) Kristjánsson læknir á Sauðárkróki og kona hans Hansína (d. 21. júlí 1948, 72 ára) Benediktsdóttir prófasts á Grenjaðarstað, Kristjánssonar.

Stúdent á Akureyri 1934 með 1. einkunn (6,55). Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands í maí 1941 með 1. eink. (1483 st.). Var aðstoðarlæknir héraðslæknis á Ísafirði í júní–dec. 1941. Stundaði framhaldsnám í Winnipeg í Kanada sem kandídat við Misericordia Hospital og síðan í Rochester, Mayo Clinic, nám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Kom heim í árslok 1946 og var starfandi læknir í Rv. til æviloka. Kona (8. júlí 1939). Anna (f. 11. júní 1915) Pétursdóttir kaupmanns á Akureyri, Péturssonar. Börn þeirra: Jónas, Anna (Lækn.; Læknabl. XXXII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.