Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Jóhannsson

(8. maí 1737–22. ágúst 1806)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jóhann Kristjánsson að Mælifelli og kona hans Agnes Erlendsdóttir prests að Kvíabekk, Guðbrandssonar.

F. á Svalbarði. Tekinn í Hólaskóla 1749, stúdent 1755, en af því að það próf var án vitundar og vilja síra Jóns officialis Magnússonar, var það gert ónýtt, og varð hann síðan stúdent 26. apr. 1757, með góðum vitnisburði, var eftir það djákn að Hólum, fór utan 1760, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 23. dec. s.á., tók guðfræðapróf 20. apr. 1763, með 2. einkunn, vígðist aðstoðarprestur föður síns 27. maí 1764 og setti bú á Starrastöðum, fekk Stafholt 29. ágúst 1766 (konungsstaðfesting 8. apr. 1768), tók við því vorið 1767 og hélt til æviloka, prófastur í Mýrasýslu frá 1790 einnig til æviloka. Hann var vel gefinn, kennimaður góður og söngmaður, gestrisinn, en undarlegur í geði og stundum óviðfelldinn, drykkjumaður mikill og þá drambsamur, skáldmæltur, og er pr. eftir hann: Erfiljóð eftir Magnús amtmann Gíslason, í útfm. hans, Kh. 1778; Sigurljóð (Leirárg. 1797, Kh. 1834, Viðey 1843); 28 sálmar í Leirárgarðasálmabók (og var hann ekki ánægður með sumar breytingar, sem gerðar höfðu verið á þeim); nokkurir þeirra í sálmabók 1871, en einungis 2 í sálmabók 1886; einnig erfiljóð eftir konu hans, Leirárg. 1802 (sjá ella Lbs.).

Kona (1764): Sigríður eldri (f. 1726, d. 4. maí 1801) Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Ólafssonar; áttu þau eina dóttur, og dó hún ung (Vitæ ord.; HÞ. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.