Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Gíslason

(1. júní 1860– 1. dec. 1927)
. Bóndi. Foreldrar: Síra Gísli (d. 31. jan. 1866, 48 ára) Jóhannesson á Reynivöllum í Kjós og kona hans Guðlaug (d. 13. sept. 1899, 75ára) Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ í Fljótshlíð, Sverrissonar, Fór ungur í fóstur til móðurbróður síns, Sigurðar sýslumanns í Bæ í Hrútafirði, Sverrissonar. Sýsluskrifari í Bæ um skeið. Bóndi á Borðeyri 1892–1904 og síðan á Prestsbakka til æviloka. Vel gefinn maður, hagsýnn og góður búhöldur. Áhugamaður um félagsmál. Formaður kaupfélags Hrútfirðinga frá stofnun (1899) og helgaði því krafta sína af alúð meðan heilsa leyfði. Kona (2. júní 1892): Halla (f. 16. sept. 1861) Björnsdóttir í Torfastaðakoti í Biskupstungum, Árnasonar, Einkabarn þeirra: Ragnhildur d. 1927 óg. (Kirkjubækur; Samvinnan 1949).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.