Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Guðmundsson

(1777–21. okt. 1852)

Dbrm. í Vigur.

Foreldrar: Guðmundur Bárðarson í Arnardal og Sigríður Björnsdóttir að Núpi í Dýrafirði, Jónssonar. Var orðlagður merkis- og athafnamaður.

Kona 1: Rannveig Guðlaugsdóttir prests að Vatnsfirði, Sveinssonar, ekkja Matthíasar stúdents Þórðarsonar í Vigur; þau Kristján bl.

Kona 2 (1832): Anna Ebenezersdóttir sýslumanns í Hjarðardal, Þorsteinssonar; þau áttu eina dóttur, Mörtu Ragnheiði, er giftist Sumarliða Sumarliðasyni gullsmið (BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.